Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Norðlingafljót

Norðlingafljót á upptök á hálendinu á Arnavatnsheiði. Það rennur milli Hallmundarhrauns (Gráhrauns)   og Tungu og sameinast Hvítá skammt austan Hraunfossa. Umhverfið er mjög breytilegt, frá hraunbreiðum í gróið land. Í hrauninu er m.a. að finna Surtshellir, sem er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er í, u.þ.b. 7 km fjarlægð frá Kalmanstungu eftir sama vegi og liggur að ánni.

Miklum fjölda hafbeitarlaxa var sleppt í ána. Þar er engin laxveiði lengur eftir að slepping hafbeitarlaxa  var hætt.
Nú er þar aðeins silungsveiði urriði og bleikja.
Vegarslóði, fær öllum bílum, liggur niður að ánni en ganga þarf að flestum veiðistöðum, sem eru margir og dreifðir.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Hraunfossar
Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvítá. …
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Surtshellir
Surtshellir er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er skammt norðan Strúts í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 7 km frá Kalmanstungu. Heil…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )