Norðlingafljót á upptök á hálendinu á Arnavatnsheiði. Það rennur milli Hallmundarhrauns (Gráhrauns) og Tungu og sameinast Hvítá skammt austan Hraunfossa. Umhverfið er mjög breytilegt, frá hraunbreiðum í gróið land. Í hrauninu er m.a. að finna Surtshellir, sem er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er í, u.þ.b. 7 km fjarlægð frá Kalmanstungu eftir sama vegi og liggur að ánni.
Miklum fjölda hafbeitarlaxa var sleppt í ána. Þar er engin laxveiði lengur eftir að slepping hafbeitarlaxa var hætt.
Nú er þar aðeins silungsveiði urriði og bleikja.
Vegarslóði, fær öllum bílum, liggur niður að ánni en ganga þarf að flestum veiðistöðum, sem eru margir og dreifðir.