Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjóifjörður

Mjóifjörður

Mjóifjörður er 18 km. langur og 2 km. breiður og er akvegur þaðan yfir Mjóafjarðarheiði, Slenjudal og  til Fljótsdalshéraðs. Vinalegt þorp, Brekkuþorp, er í Mjóafirði og er þar gisiti – og veitingaaðstaða.

Mjóifjörður skartar mikilli náttúrufegurð og er nú fjölsóttur af ferðamönnum. Asknes við Mjóafjörð var um tíma stærsta hvalveiðistöð heimsins. Vegur liggur út á Dalatanga en þar er bújörð og veðurathugunarstöð, sem byrjað var að starfrækja árið 1938. Viti hefur verið á Dalatanga frá 1895.

Laxarækt hófst í firðinum í lok tíunda áratugar 20. aldar (UA). Í upphafi árs 2006 lýsti fyrirtækið því yfir, að það yrði að hætta starfsemi vegna gengisþróunar hérlendis og flytja starfsemi sína til Færeryja.

Árið 1703 voru 90 í sóknarmannatali, 1762-90, 1801-1805 (á 14 býlum), 1880-117, 1901-383, 1950-161, 2000-30.

Árið 1904 urðu íbúar flestir, 412, þar af í Brekkuþorpi 156. Árið 2005 voru íbúar 42, þar af 35 í þorpinu.

Atvinnulíf – umsvif. Frá upphafi og öldum saman var lífsbjargar aflað til lands og sjávar, nálega sérhvert byggt ból í örskots fjarlægð frá fjöruborði. Landshættir eru ekki hagstæðir, ströndin sæbrött og lítið undirlendi, langt á fiskimið frá innri hluta byggðar, brimsamt hið ytra. Um miðja 19, öld ókst útflutningur á saltfiski, línuveiðar hófust og útgerð árabáta margfaldaðist. Útgræðsla og sléttun túna, oft við verstu aðstæður, var sótt af kappi, lengi vel með handverkfærum. Fleira hefur verið á döfinni.

Síldveiðar Norðmann 1880-1902, uppgrip fyrstu fjögur árin, síðan stopulla. Allt að 20 nótalög komu við sögu á Mjóafirði, flest gerðu sér aðstöðu í landi til dvalar og söltunar. Veiddu í landnætur, fluttu á eigin seglskipum. Flestir starfsmenn norskir, sumir dvöldu allt árið, aðrir sumar og haust.

Vilhjálmur Hjálmarsson var Menntamálaráðherra 1974–1978 fæddist á Brekku í Mjóafirði 20. september 1914, dáinn 14. júlí 2014.
Vilhjálmur ritaði endurminningar: Raupað úr ráðuneyti (1981) og sjálfsævisögu: Hann er sagður bóndi (1991). Skrifaði ævisögu Eysteins Jónssonar í þrem bindum (1983–1985) og Mjófirðingasögur í þrem bindum (1987–1990).

Ferjur:
Mjóifjörður – Neskaupstaður
Á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum yfir vetrartímann.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Mjóafjarðarkirkja
Kirkja var í Firði frá ómunatíð, sumar heimildir nefna 1062, hennar var getið í kirknatali um 1200. Bænhús var á Steinsnesi fyrr á öldum. Árið 1892 v…
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )