Mjóavatn er í fögru umhverfi Breiðdals sunnan við Kleifarvatn stutt frá þjóðvegi 1 skammt frá Breiðdalsvik. Mikill fiskur er í vatninu. Veitt er með a.m.k. 10 stöngum á dag og bleikjan og urriðinn eru 3-5 pund.
Víða um land býðst ýmiss konar skemmtileg og spennandi reynsla og afþreying, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi.
Veiðikortið:
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
Veiðitímabilið er frá 1. maí til 30. september.
Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Ingunn Gunnlaugsdóttir og Ingólfur Reimarsson, Innri Kleif, sími: 475-6754 og 858-7354
Fjarlægð er um 600 km. frá Reykjavík og 75 km. frá Egilsstöðum.