Matbrunnavötn eru í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu. Þau eru tvö og nokkur spölur á milli þeirra. Samanlögð stærð þeirra er 1,22 km² og þau eru í 562 m hæð yfir sjó. Lækur rennur á milli þeirra og frá þeim kemur Fiskidalsá, sem heitir Reykjaá neðar og fellur í Jökulsá á Brú. Áður en akfær vegur var lagður að Brú á Jökuldal, var lagfærð braut yfir Jökuldalsheiði frá vegi yfir Möðrudalsfjallgarð, sem nú er hringvegurinn.
Þessi braut liggur með Sænautavatni og Ánavatni til Brúar. Frá henni er hægt að komast á jeppa til Matbrunnavatna. Nafnið gefur til kynna, að ekki hafi verið bjargarlaust við vötnin.
Í þeim er falleg bleikja. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Netaveiði var stunduð í þeim en nú eru þau nýtt. Vegalengdin frá Reykjavík um Norðurland er 583 km og rúmlega 100 km frá Egilsstöðum.