Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krepputunga

Krepputunga er 50-60 km löng tunga á milli Kreppu og Jökulsár á Fjöllum, allt suður Í Kverkfjöll. Nyrzt er hún mjó og tiltölulega flatlend en breikkar og hækkar til suðurs, þar sem eru hnjúkaraðirnar Kverkfjallarani. Þangað hafa runnið mikil hraun suðvestanundan Dyngjufjöllum og jökulhlaup undan Dyngjujökli. Einu gróðurblettirnir eru í Hvannalindum og við Jökulsá á móti Vaðöldu.

Ferðafélög Fljótsdalshéraðs, Húsavíkur og Vopnafjarðar byggðu skála undir Virkisfelli 1972 í u.þ.b. 840 m hæð yfir sjó. Hann var skírður Sigurðarskáli til minningar um Sigurð Egilsson (1892-1979) frá Laxamýri, sem var mikill áhugamaður um ferðalög. Skálinn var stækkaður og bættur 1995. Tvær leiðir liggja inn í Krepputungu, u.þ.b. 96 km leið frá þjóðvegi # 1 við Möðrudal og frá leiðinni milli Herðubreiðarlinda og Dyngjufjalla um brú hjá Upptyppingum.

Í þurrkatíð verða sandorpnir kaflar þungir og erfiðir yfirferðar. Frá Sigurðarskála liggur vegur áleiðis að Kverkjökli en sú leið hefur verið misjöfn vegna breytinga frárennslis frá jöklinum.
Mynd: Sigurðarskáli.

Myndasafn

Í grennd

Kverkfjöll
Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Það blasir við af þjóðveginum í góðu veðri. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )