Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjubæjarklaustur, Kapella sr. Jóns Steingrímssonar

Kapella sr. Jóns Steingrímssonar

Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var að reisa þessa minningarkapellu árið 1966 á 175. ártíð séra Jóns. Hún var reist litlu austan við hinn forna kirkjugrunn, sem margir álíta hinn elsta hérlendis hafi papar átt þátt í honum.

Kapellan tekur 50 manns í sæti. Arkitektar hennar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir og Valdimar Auðunsson , bóndi í Ásgarði í Landbroti, var kirkjusmiður.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað að Klaustri 1186 og það starfaði allt að siðaskiptum. Rústir klausturbygginganna sjást enn þá, þar sem heitir Kirkjuhólar.

Kirkja var á Klaustri til 1859, þegar hún var flutt að Prestbakka. Séra Jón Steingrímsson liggur grafinn í kirkjugarðinum og legsteinn á gröf hans, fimmstrendur blágrýtisstuðull. Hann var sóknarprestur, þegar Skaftáreldar gengu yfir. Eldrit hans er besta heimild um þessar náttúruhamfarir.

Margir samtímamanna hans töldu, að hann hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár vestan Systrastapa með kröftugri prédikun í kirkjunni á Klaustri 20. júlí 1783. Hún hefur síðan verið kölluð Eldmessan. Hraunelfan fann sér framrás vestar.

Myndasafn

Í grennd

Fossálar
Fossálar eru í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru víða, í Brunahrauni, Þórutjörn og langt uppi á heiðum. Margir og góðir veiðista…
Geirlandsá
Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt…
Kirkjubæjarklaustur, Ferðast of Fræðast
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Vatnamót
Vatnamót er stórt vatnasvæði í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem margar ár og sprænur  og flæmast um hraun og sanda. Nokkrar ánna, sem…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )