Kálfshamarsvík er norðan við Björg á Skagaströnd. Vitinn á Kálfshamarsnesi var upprunalega byggður árið 1913 og endurbyggður árið 1939. Samtímis fyrstu vitabyggingunni var hafizt handa við byggingu samkomuhússins Framness í grenndinni.
Frá aldamótunum 1900 og fram á öldina var svolítil útgerð rekin þaðan og byggðarkjarni myndaðist. Þar bjuggu allt að 100 manns fram að heimskreppunni og byggðin var kominn í eyði í kringum 1940. Flestir fluttust til Höfðakaupstaðar. Skammt frá samkomuhúsinu og vitanum eru fagrir sjávarhamarar úr stuðlabergi.