Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gatað helluna, þannig að hún hefur yfirbragð steinrunninnar ófreskju.
Nokkrar fuglategundir verpa í þverhnípinu og neðan þess, einkum skarfur, eins og sést á fugladritinu. Undirstöður drangsins hafa verið styrktar með steinsteypu. Fólki er bent á að fara varlega um brattar tröppur, sem liggja niður í fjöru.