Hvítárvatn er í Biskupstungahreppi í Árnessýslu. Það er 29,6 km², dýpst 84 m 8. dýpsta vatn landsins
(meðaldýpi 28 m) og í 421 m hæð yfir sjó. Til þess falla Fróðá, Tjarnará, Svartá og Fúlakvísl, sem er jökulgormur.
Frárennslið er Hvítá. Kjalvegur liggur sunnan og austan við vatnið. Við Hvítárvatn er einhver fegursta fjallasýn á landinu. Hólmavað er skammt neðan brúarinnar hjá Hvítárvatni. Það hét áður Eyfirðingavað og sumir kölluðu það Skagfirðingavað. Ferjustaður var ofan núverandi brúar. Áin var fyrst brúuð 1935. Þá var brúin af Soginu flutt og sett á Hvítá. Ekki er ljóst, hve mikill fiskur er í vatninu, en þar er bleikja, 1-5 pund. Veiðihús er við Svartá og elzta sæluhús Ferðafélags Íslands er í Hvítárnesi við Tjarnará. Þar hafa sumir orðið fyrir aðsókn draugs að næturlagi, einkum í einni kojunni.
Stangafjöldi er án takmarkana en veiðin er aðallega tekin í net.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: