Hveraborg er hverasvæði á Tvídægru. Hluti heita vatnsins kemur upp í Síká, þar sem er hægt að baða sig í tveimur náttúrulegum pottum. Ekið suður vegaslóða með Síká austanverðri að síðasta hliði, þaðan sem verður að ganga í u.þ.b. klukkustund hvora leið.