Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunfossar

Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvítá. Göngubrúin yfir Hvítá, sem var upprunalega byggð 1891 og endurnýjuð 1991, var notuð til að reka fé yfir ána en nú er öldin önnur og öllu fé er ekið á milli staða. Ofan brúarinnar er Barnafoss í Hvítá.

Barnafoss. Sagt er að eitt sinn hafi búið efnuð ekkja í Hraunsási, sem átti tvö börn. Hún fór eitt sinn með hjú sín til jólamessu að Gilsbakka og skildi börnin eftir heima. Börnin voru horfin, þegar fólkið kom til baka en spor þeirra fundust, þar sem þau lágu niður að steinboganum yfir ána. Augljóst þótti, að þau hefðu fallið í ána og drukknað. Móðirin lét þá brjóta bogann og gaf Reykholtskirkju Norðurreyki í minningu barnanna.

Heiðarvíga saga segir frá þessum steinboga: „Þá var brú á Bjarnafossi (Barnafossi) og lengi síðan“. Landnáma segir, að Hvítá hafi áður runnið um Melrakkadal (Skolladal) en Músa-Bölverkur í Hraunsási hafi veitt henni í gegnum ásinn í farveginn, sem hún rennur um nú.

Myndasafn

Í grennd

Gilsbakki í Hvítársíðu
Gilsbakki í Hvítársíðu er bær og fyrrum kirkjustaður. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum  Nikulási. Í Síðumúla var útkirkja og núverandi kir…
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )