Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gilsbakki í Hvítársíðu

Gilsbakki í Hvítársíðu er bær og fyrrum kirkjustaður. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum  Nikulási. Í Síðumúla var útkirkja og núverandi kirkja var reist 1908 og endurvígð 1954. Prestakallið var lagt niður 1907 og báðar sóknir sameinaðar Reykholtsprestakalli. Bærinn stendur í aflíðandi brekku og blasir við. Þaðan er því mjög víðsýnt yfir sveitir og jökla. Víða í umhverfinu er grózkumikið og blómstóð mikið í gilinu, sem bærinn dregur nafn af.

Gunnlaussaga ormstungu segir okkur frá Illuga svarta, öðrum mesta höfðingja í Borgarfirði á sinni tíð, næstum Þorsteini Egilssyni á Borg. Gunnlaugur, sonur Illuga, var mikill kappi og skáld. Saga hans er blóði drifin ástarsaga, sem hefur líklega verið þýdd á fleiri erlend tungumál en nokkur önnur Íslendingasagna.

Íslendingar syngja enn þá fullum hálsi Gilsbakkaljóð Steingríms Thorsteinssonar og Gilsbakkaþulu séra Kolbeins Þorsteinssonar, sem hefst þannig „Kátt er um jólin, koma þau senn …“.

Gilsbakki er skammt frá nokkrum sögu- og náttúruperlum Borgarfjarðar, Hraunfossum, Barnafossi, Húsafelli, Reykholti og Deildartunguhver.

Myndasafn

Í grend

Reykholt í Reykholtsdal
Sögustaðurinn Reykholt Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar. Margir telja han m…
Skógar Þorskafjarðarheiði
Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )