Hólahólar eru gömul gígaþyrping á vestanverðu Snæfellsnesi, skammt frá Hellnum steinsnar frá þjóðveginum. Hægt er að aka á jafnsléttu inn á sléttan og gróinn botn gígsins Berudals.
Margir telja hólana vera mikla álfabyggð. Bærinn Hólahólar, sem stóð neðan gíganna, var í byggð fram undir aldamótin 1900.
Fleiri gígaþyrpingar eru í grenndinni á utanverðu nesinu, s.s. Öndverðaneshólar, Purkhólar og Saxhólar.