Hauganes er hluti af Árskógsströnd og syðsti þéttbýliskjarni Dalvíkurbyggðar. Á Hauganesi búa um 140 manns og þar er hægt að njóta bæði sveitasælunnar og nálægð við aðra þéttbýliskjarna.
Á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins, Whale Watching Hauganes, en þeir hafa 27 ára reynslu í bransanum! Þar er einnig afar vinsæll og einstakur veitingastaður, Baccalá Bar, þar sem hægt er að gæða sér á allskonar gómsætum réttum þó sérstaklega þurfi að mæla með djúpsteiktum saltfiski og frönskum eða saltfiskpizzunni.
Vel útbúið tjaldstæði er staðsett í hjarta þorpsins og heitu sjópottarnir niðri við Sandvíkurfjöru njóta sívaxandi vinsælda meðal þeirra gesta sem heimsækja Hauganes