Hali er einn Breiðabólstaðarbæjanna í Suðursveit. Þar fæddist Þórbergur Þórðarson (1889-1974), rithöfundur. Meðal verka þessa fræga höfundar eru „Bréf til Láru”, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar og hans eigin, „Ofvitinn“.
Steinþór Þórðarson (1892-1981) fæddist og bjó á Hala er einnig kunnur fyrir ritverk sín.
Helghóll er bústaður huldufólks skammt vestan Hala. Þar nærri er Helgaleiði, smáhæð, þar sem Breiðabólstaðarbændur sátu fyrir Helga bónda að Reynivöllum. Þeir drápu hann og heygðu.