Haffjarðará er ein þekktusta laxveiðiá landsins og veidd með 6-8 stöngum, eftir því hvenær vertíðar staðið er að veiðum. Áin er aðeins veidd með flugu og hefur svo verið um langt árabil. Sumarafli er á bilinu 500 til 700. Jafnvægi laxastofns Haffjarðarár er ekki hvað síst athyglisverður, þegar að er gáð að hún er ein örfárra áa hér á landi sem ekki hefur fengið „hjálp” mannshandarinnar í formi seiðasleppinga og annarra ræktunaraðgerða.
Að vísu var þess einu sinni freistað að loka fyrir göngu laxins upp í Oddastaðavatn með því að reisa grjótgarð fyrir ósinn.