Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldborg í Hnappadal

Eldborg (100m) stendur á stuttri gossprungu með sv-na stefnu í Hnappadal. Efstu brúnir hennar ná 60   m hæð yfir umhverfið og gígurinn er sporöskjulagaður, 200 m langur og 50 m djúpur. Sums staðar eru gígveggirnir örþunn skán. Talið er, að aðalgosvirknin hafi verið á þessu sprungubelti fyrir 5000-8000 árum.

Landnámabók segir frá eftirfarandi atburði: „Þá var Þórir (Sel-Þórir Grímsson) gamall og blindur, er hann kom út síð um kveld og sá að maður röri utan í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæjar þess, er í Hripi hét, og gróf þar í stöðulshliði; en um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin.“ Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, hefur bent á, að líklega hafi Rauðhálsahraun runnið á þessum tíma en yngra Eldborgarhraunið fyrir landnám.

Sunnan hraunsins rennur Kaldá en Haffjarðará að norðan. Eldra Eldborgarhraunið er u.þ.b. 32 km² helluhraun en yngra hraunið er mun minna og apalhraun. Hraunið er víða kjarri vaxið og talsvert nýtt fyrrum til eldiviðarhöggs. Bezta leiðin að Eldborg er frá bílastæðinu sunnanvert við hana. Þaðan er u.þ.b. hálftíma gangur að gígnum. Fólk er beðið að ganga aðeins á merktum og greinilegum stígum.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )