Glaumbæjarkirkja er í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Glaumbær er bær, kirkjustaður, prestssetur og byggðasafn á Langholti. Þar voru katóskar kirkjur helgaðar Jóhannesi skírara. Útkirkjur eru á Víðimýri og á Reynisstað. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1924.