Gjábakki er eyðibýli í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar. Leiðin um Hrafnabjargarháls að Reyðarbarmi um Reyðarskarð og þaðan um Laugarvatnsvellir að Laugarvatni, hefur tvo aðdraganda frá þjóðgarðinum, svokallaða Ólafsbraut frá þjónustumiðstöðinni og Vatnsviks- eða Vatnsvíkurleið frá eða Þingvallabænum. Þessi vegur var niðurgrafinn og heldur ókræsilegur, þótt fjölfarinn væri á sumrin, en hann var bættur að einhverju leyti a.m.k. sumarið 1999 vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda vegna 1000 ára kristni á þingvöllum í júli árið 2000. Á Hrafnabjargahálsi, þar sem hæst ber er frábært útsýni yfir þingvallavatn og hluta lægðarinnar. Árin 2008-09 var hann sneiddur suður á Lyngdalsheiði til Laugarvatns.
Tintron. Rétt norðan vegar þar er lítil gígkeila með opi í toppi. Þetta er klepragígurinn eða hraunketillinn Tintron, rétt sunnan undir Litlu-Dímon. Hann er hyldjúpur og myrkur. Talið er, að hann hafi myndazt við sjóðheitt gufuútstreymi, líkt og Eldborgir í Lambahrauni. Nær veginum er hellir hjá Taglaflöt. Hann er allt að 400 m langur. Á þessum slóðum er gjarnan gengið til rjúpna á veturna og þarna er upplagt að setjast á snjósleðana og bruna á vit ævintýranna að fjallabaki. í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar.
Á Hrafnabjargahálsleið, þar sem hæst ber, er frábært útsýni yfir þingvallavatn og hluta lægðarinnar.