Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

Þjófadalir skáli FI

Fjöldi ferðamanna ferðast fótgangandi. Sumir rölta milli hótela og sundstaða, aðrir verzla á Laugaveginum, en æ fleiri leggja land undir fót og ganga Laugaveginn milli Skóga og Landmannalauga.

Þessum orðum er aðallega beint til alvöru göngufólks, sem ætlar að njóta fegurðar náttúru, sem sýnir á sér margar hliðar. Hér er ekki átt við stuttar og staðbundnar gönguleiðir, sem upplýsingamiðstöðvar um allt land eiga í bæklingum. Margt göngufólk freistast til að bæta degi eða dögum við ferðir sínar til að njóta áhugaverðs umhverfis betur. Gerist það, er stundum nauðsynlegt að koma boðum um tafir til réttra aðila.

Alvarleg slys á gönguleiðum verða ár hvert. Veðrið getur breytzt með stuttum eða engum fyrirvara. Oft ofmetur göngufólk getu sína eða vanmetur aðstæður, sem það hefur ef til vill ekki átt við áður og býst ekki við. Allur búnaður verður að vera í samræmi við veðurfar og umhverfi. Stundum eru leiðamerkingar ekki sýnilegar (undir snjó).

Það er óráðlegt að fara inn í íshella vegna hrunhættu.
Árið 1970 urðu nokkrir göngumenn úti á Fimmvörðuhálsi vegna þess, hve vanbúnir þeir voru.

Mundu: Göngufólk skilur aðeins sporin sín eftir og tekur góðar minningar með heim!
Göngufólk verður að skrá sig í næstu upplýsingamiðstöð áður en lagt er af stað í gögnuferðir um hálendið! Upplýsingamiðstöðvar fyrir hálendið

Listi yfir búnað í 3-4 daga gönguferðir að sumri:

Fatnaður:
Vind- og vatnsþétt föt
Göngubuxur
Ullar- eða flíspeysa
Síðar nærbuxur
Nærskyrtur
Þunnar ullar-eða flíspeysur
Sokkar (2-3 pör)
Vettlingar eða hanzkar
Húfa
Gönguskór
Föt til að fara í eftir göngu
Skór til að vaða læki og ár

Persónulegur búnaður:
Dýna
Svefnpoki
Vatnsflaska
Landakort
Áttaviti /GPS-tæki !!!

Sameiginlegur búnaður:
Tjald
Prímus og pottar
Eldsneyti fyrir eldunarbúnað
Talstöð, sími (VHF/gervihnattasamband)

Ýmislegt:
Eyrnatappar
Vasaljós
Sólgleraugu
Vindgleraugu
Myndavél
Vasahnífur
Hnífapör
Diskur/skál
Skyndihjálparpakki
Umbúnaður v/hælsæris/fótasára
Sólvarnarkrem og varasalvi
Tannbursti og snyrtivörur
Klósettpappír
Lesefni og/eða iPod (afþreying)
Eldspýtur

Bezt er að reikna með einu kílógrammi af mat daglega og neyta aðallega þurrfæðu á kvöldin. Nánar

Áætlaður þungi þessa búnaðar er 15-16 kg. Séu tveir eða fleiri saman í ferðinni, dreifa þeir vitanlega sameiginlegum búnaði milli sín. Bakpokinn má ekki vera svo þungur, að fólk njóti ekki ferðarinnar. Settu ekkert ónauðsynlegt í bakpokann og gleymdu ekki hinu nauðsynlega!

Gönguleiðir á Íslandi

Myndasafn

Í grennd

Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Gönguleiðir á Hálendinu
Listi yfir helstu gönguleiðir um Hálendið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu lei…
Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )