Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gaulverjabær

Gaulverjabær er fyrrum prestsetur, kirkjustaður og bæjarhverfi í Flóa.  Katólskar kirkjur staðarins voru   helgaðar heilagri guðsmóður og heilögum Þorláki.  Útkirkjur voru á Stokkseyri og í Villingaholti.  Sóknin var lögð niður árið 1907 og sameinuð Stokkseyrarprestakalli og Villingaholtssókn til Hraungerðis.  Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1909.

Þarna er hverfi nokkurra bæja og félagsheimilið Félagslundur (1949) á svokallaðri Gaulverjabæjartorfu.  Neðan túns er lítið stöðuvatn, þar sem vex tjarnarblaðka (Polygonum amphibium), sem hefur ekki fundizt annars staðar hérlendis en við Hofgarða á Snæfellsnesi.  Landnámsmaðurinn, sem settist að í Gaulverjabæ, var Loftur Ormsson frá Gaulum í Noregi.  Árni Helgason, Skálholtsbiskup, og Haukur Erlendsson, lögmaður, voru forgöngumenn fyrir stofnun lærðra manna spítala í Gaulverjabæ í kringum aldamótin 1300.

 

Myndasafn

Í grend

Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar by…
Eyrarbakki og Stokkseyri
Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði   og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinns…
Hólsá
Hólsá, sem hét Djúpá til forna, er nær vestast í Rangárvallasýslu, og er u.þ.b. 18 km. löng frá sjó upp að ármótum Ytri-Rangár og Þverár. Austan henna…
Hrútsvatn
Hrútsvatn er í Ása- og Djúpárhreppi í Rangárþingi. Stærðin er 2,2 km², hæð yfir sjó 3,5 m og mesta dýpi   1,5 m. Það gruggast mjög í hvassviðri. Afren…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Villingaholtskirkja
Villingaholtskirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1910-1911 járnvörðu timbri á hlöðnum grunni. Hún er með tu…
Villingaholtsvatn
Villingaholtsvatn er í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. Það er 0,8 km², dýpst 2 m og í 36 m hæð yfir sjó.  Suður úr vatninu er lítil rás til Flóaávei…
Þjórsá
Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hallbjarnarsonar Hör…
Þykkvibær
Þykkvibær er byggðarkjarni sunnan Safamýrar í Rangárvallasýslu. Hann var umflotinn vatni, þannig að reka varð kýr á sund til að koma þeim í haga. Vaða…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )