Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gaulverjabær

Gaulverjabær er fyrrum prestsetur, kirkjustaður og bæjarhverfi í Flóa.  Katólskar kirkjur staðarins voru   helgaðar heilagri guðsmóður og heilögum Þorláki.  Útkirkjur voru á Stokkseyri og í Villingaholti.  Sóknin var lögð niður árið 1907 og sameinuð Stokkseyrarprestakalli og Villingaholtssókn til Hraungerðis.  Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1909.

Þarna er hverfi nokkurra bæja og félagsheimilið Félagslundur (1949) á svokallaðri Gaulverjabæjartorfu.  Neðan túns er lítið stöðuvatn, þar sem vex tjarnarblaðka (Polygonum amphibium), sem hefur ekki fundizt annars staðar hérlendis en við Hofgarða á Snæfellsnesi.  Landnámsmaðurinn, sem settist að í Gaulverjabæ, var Loftur Ormsson frá Gaulum í Noregi.  Árni Helgason, Skálholtsbiskup, og Haukur Erlendsson, lögmaður, voru forgöngumenn fyrir stofnun lærðra manna spítala í Gaulverjabæ í kringum aldamótin 1300.

 

Myndasafn

Í grennd

Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar by…
Hólsá
Hólsá, sem hét Djúpá til forna, er nær vestast í Rangárvallasýslu, og er u.þ.b. 18 km. löng frá sjó upp að ármótum Ytri-Rangár og Þverár. Austan henna…
Hrútsvatn
Hrútsvatn er í Ása- og Djúpárhreppi í Rangárþingi. Stærðin er 2,2 km², hæð yfir sjó 3,5 m og mesta dýpi   1,5 m. Það gruggast mjög í hvassviðri. Afren…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Villingaholtskirkja
Villingaholtskirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1910-1911 járnvörðu timbri á hlöðnum grunni. Hún er með tu…
Villingaholtsvatn
Villingaholtsvatn er í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. Það er 0,8 km², dýpst 2 m og í 36 m hæð yfir sjó.  Suður úr vatninu er lítil rás til Flóaávei…
Þjórsá
Mynd Urriðafoss Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hal…
Þykkvibær
Þykkvibær er byggðarkjarni sunnan Safamýrar í Rangárvallasýslu. Hann var umflotinn vatni, þannig að reka varð kýr á sund til að koma þeim í haga. Vaða…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )