Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Garður Ferðast og Fræðast

Garður

Garður í Gerðahreppi er kauptún á nyrzta odda Reykjanesskagans. Þar var áður mikið útræði, enda eru gjöful fiskimið fyrir utan, og á þeim tíma stundaði margt aðkomumanna sjósókn þaðan. Merkilegt sjóminjasafn er í Garðinum og má þar finna ýmsan búnað tengdan sjávarútvegi. Um aldamót var Garðurinn fjölmennasta sveitarfélagið á Reykjanesi en þegar bátar stækkuðu og höfn var gerð í Sandgerði fækkaði fólki og stór hluti útgerðarinnar og íbúanna fluttist þangað. Mikið er rætt um byggðaröskun nú á tímum (2000) og sögunni gefinn lítill gaumur. Fólksflutningar hara verið og verða enn um ára bil staðreynd íslenzku þjóðvélagi. Garðurinn nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem vitarnir standa.

Á sínum tíma var oft mikið fjölmenni í Garðinum þó landrými væri ekki mikið og hjáleigur margar, sem fylgdu aðalbýlum. Gegnum aldirnar hefur verið mikil sjósókn úr Garðinum, enda stutt á fengsæl fiskimið. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 heimilisfastir í Útskálasókn. Garðurinn er eitt fárra sveitarfélaga sem státar af gömlum vitum og eru tveir slíkir á Garðskagaflös. Gamli vitinn, sem fremst stendur, er vinsælt efni ljósmyndara og í honum má sjá kort af Garðskaga þar sem skipströnd fyrri ára eru merkt og ýmsar upplýsingar eru þar um strandlengjuna. Garðskagi er einn af bestu fuglaskoðunarstöðum Reykjaness og er mikið um farfugla þar vor og haust. Öll almenn ferðaþjónusta er í Garði og við vitana er gott tjaldsvæði. Stutt er í Leiru með einhverjum vinsælasta golfvelli landsins.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Garðskagi
Garðskagi er nyrzti hluti skagans, sem gengur til norðurs, yzt á Reykjanesi. Þar var viti fyrst reistur árið 1897,  þar sem hafði verið leiðarmerki, …
Gönguleiðir Reykjanes
Gönguleiðir um Reykjanes. Vogar-Njarðvík.  Ævagömul leið liggur um Reiðskarð yfir Vogastapa og Grímshól. Vogar-Grindavík. Þessi leið er kölluð Skó…
Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )