Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Furufjörður

Tófa Hornströndum

Furufjörður er stuttur og breiður fyrir opnu hafi á mörkum Stranda og Hornstranda. Vesturströnd hans   er innan Hornstrandsfriðlands og fjallið Ernir gengur út ströndina að Drangsnesi. Þar innan við er Bolungarvíkurbjarg og klettastapi úr því, Bolungurvíkurófæra, gegnur út í sjó á flóði. Austan fjarðar er Furufjarðarnúpur og hinum megin er Þaralátursfjörður. Annar stapanna tveggja, sem standa framan við núpinn er kallaður Kanna vegna gatsins í gegnum hann. Hinn er Kerling, skessa, sem dagaði uppi með könnuna.m, Karlinn er Drangurinn í Drangsnesi og bátur hans sést í klettunum skammt undan. Um fjöru er fært fyrir núpinn. Saltvík er innar í firðinum og Saltvíkururð og Furufjarðarófæra eru milli hennar og núpsins. Þarna er aðeins fært í lygnu veðri á stórstraumsfjöru. Dagmálahorn er innst á austurströndinni.

Leiðin yfir Skorarheiði liggur upp úr Furufirði til Hrafnsfjarðar, eins Jökulfjarða. Leiðin var fjölfarin fyrrum og einnig yfir Svartaskarð í Þaralátursfjörð, Reykjafjörð og suður eftir Ströndum. Furufjarðará bugðast niður talsvert láglendi í fjarðarbotninum. Jörðin í Furufirði var meðal mest metnu jarða á Hornströndum og þar var þríbýlt, þegar byggðin fór í eyði í kringum 1950. Þarna eru nokkur hús, gamalt bænhús frá aldamótunum 1900 og skýli SVFÍ.

Árnabær var á sjávarbökkunum ófjarri bænhúsinu. Árni Jónsson og Elín Betanía Jónsdóttir, systir Hjálmars, sem síðastur bjó í Smiðjuvík. Salóme, dóttir Elínar, varð ráðskona hjá Árna eftir lát Elínar þar til hann flutti til Bolunarvíkur við Djúp. Salóme var dóttir fyrsta eiginmanns Elínar, Guðmundar Benediktssonar, bónda á Höfða í Leirufirði í Jökulfjörðum. Hann drukknaði 1901. Guðmundur Árnason og Sigríður Jakobsdóttir frá Reykjarfirði bjuggu síðust í Árnabæ á árunum 1946-50. Kristín Valgerður, dóttir Elínar og Árna, bjó með eiginmanni sínum, Benjamíni Eiríkssyni í skúr áföstum Árnabæ 1938-49. Fúnar leifar bátsins Hrings, sem Árni átti, liggja í Naustum niðri við sjó.

Vagnsbær var skammt frá Árnabæ. Þar bjó Vagn Guðmundsson, sonur Elínar, og kona hans Hjálmfríður Jónatansdóttir 1934-50. Þau fluttu til Hnífsdals og Furufjörður var kominn í eyði. Árnabær er í rústum en Vagnsbær var gerður upp sem sumarbústaður.

Bærinn á Bökkum var þriðja býlið í Furufirði. Ólafur Samúelsson og Guðmundína Einarsdóttir, kona hans, bjuggu þar með hjúum og börnum í 17 ár til 1944.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Hrafnsfjörður
Hrafnsfjörður er í botni Jökulfjarða. Mörk Hornstrandafriðlands eru í botni hans og báðum megin fjarðar eru skriðurunnin fjöll með klettabeltum. Sunna…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Þaralátursfjörður
Þaralátursfjörður er milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Milli hans og Reykjarfjarðar er Þaralátursnes og  milli hans og Furufjarðar. Þaralátursós á …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )