Upphaf Flugsafnsins
Flugsafnið var stofnað á Akureyri þann 1. maí 1999. Kveikjan að stofnun safnsins var skortur á skýlisrými fyrir einkaflugvélar á Akureyrarflugvelli. Skýli sem einkaflugmenn höfðu leigt fram til þessa var ekki lengur til afnota. Meðal flugvélanna voru dýrgripir úr flugsögunni sem ekki þótti fýsilegt að geyma undir beru lofti. Í næsta skýli við það sem einkaflugmenninnirnir höfðu haft til umráða voru geymdar gamlar svifflugur og önnur flugtæki sem lágu undir skemmdum vegna plássleysis. Var því ákveðið að stofna sjálfseignarstofnunina Flugsafnið á Akureyri, sem hefði það hlutverk að safna, varðveita og sýna muni og myndir sem tengdust flugi á Íslandi, sögu þess og þróun.
Stofnaðilar voru Air Atlanta, Flugfélag Íslands, Flugleiðir, Flugmódelfélag Akureyrar, Íslandsflug, Íslenska flugsögufélagið, Svifflugfélag Akureyrar og Vélflugfélag Akureyrar. Halldór Blöndal þáverandi samgönguráðherra sat stofnfundinn og áritaði stofnskjalið.
Strax eftir stofnun safnsins var gengið til samninga um leigu á flugskýli á Akureyrarflugvelli og það síðan keypt. Hafist var handa við að innrétta flugskýlið og koma fyrir aðstöðu á efri hæðinni fyrir sérsýningar. Á neðri hæðinni voru flugvélar og svifflugur en úr loftinu héngu minni flugvélar og flugmódel af ýmsum stærðum og gerðum. Í einu horninu var svo innréttað smíðaverkstæði fyrir safnið.
Velkomin ♦ Welcome!
Opening hours:
15th May- 15th September: Open daily 11:00-17:00
16th September to 14th May: Saturdays 13:00-16:00
The museum is also open by appointment.
Heimild :
https://www.flugsafn.is/is