Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eskifjörður

Eskifjörður

Ferðavísir:
Neskaupsstaður 23 km <Eskifjörður> Reyðarfjörður 15 km.

Eskifjörður varð löggiltur verzlunarstaður árið 1786 og hefur verið það samfleytt frá 1798, þegar danska fyrirtækið Örum & Wulff hófu verzlun hérlendis. Kaupmennirnir létu reisa verslunarhúsið Gömlubúð árið 1816 og stendur það enn og hýsir nú Sjóminjasafn Austurlands. Sýslumannsembætti hefur verið á Eskifirði samfellt frá árinu 1853. Margir áhugaverðir staðir eru við Reyðarfjörð og má þar nefna Helgustaðanámur, beztu silfurbergsnáma landsins í nær fjórar aldir. Silfurberg var sótt í námurnar allt fram á fyrri hluta 20. aldar. Einn veggja frystihússins á Eskifirði er skreyttur málverki eftir katalónsk-íslenzka listamanninn Baltasar. Hólmatindur (985m) er eitt af tignarlegustu fjöllum við Reyðarfjörð en framundan honum gengur Hólmaháls fram á Hólmanes, sem er fólkvangur. Hólmatindur skyggir á sól lengi vetrar. Mikil útgerð og fiskvinnsla er uppistaða atvinnulífs og hafa fyrirtæki í þeim greinum verið í fararbroddi á mörgum sviðum í áratugi.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 700 km um Suðurland.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Eskifjarðarkirkja
Eskifjarðarkirkja er í Eskifjarðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Fyrsta fríkirkja landsins var reist á 1884, en 130 m² þjóðkirkja var byggð þar…
Helgustaðir
Helgustaðir eru bær við norðanverðan Reyðarfjörð. Þar var um fjögurra alda skeið ein bezta    í heimi. Þangað var sótt silfurberg frá því á 17. öld f…
Hólmatindur
Hólmatindur (985m) er milli  og Reyðarfjarðar. Hann er eitthvert tignarlegasta fjallið við þessa firði.  Hólmaháls teygir sig niður á Hólmanes, sem va…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Sómastaðir við Reyðarfjörð
Hlaðið steinhús úr ótilhöggnum steini, reist 1875.  Steinlímið var jökulleir.  Að baki þess og tengdur því  var torfbær.  Önnur dæmi um þessa tækni mu…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )