Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst af með hraunbrúninni að sunnan, og er þar allvel gróið og umhverfið ægifagurt. Vegur nr. 204 liggur yfir það, og þægilegt að komast að veiðistöðum. Gott veiðihús er við vatnið. Í Eldvatni er sjóbirtingur og sjóbleikja af allgóðri stærð. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b 275 km og 20 km frá Klaustri.