Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dalatangaviti

Vitinn var hlaðinn úr grjóti, sem lagt var í sandsteypu, og múrhúðuð að utanverðu. Utanmál eru 4,1 x 4,9  Dalatangi | Welcome to East Iceland metrar, útveggir misþykkir, frá 40 upp í 80 cm. Loft er aðeins yfir litlum hluta vitans með litlum turni, sem gekk upp úr þaki og var ljósbúnaður í honum. Bárujárn á þaki er bikað. Í vitanum er herbergi ætlað gæslumanni, sem ætlað var að dvelja í vitanum, þegar þurfa þótti. Hann var byggður 1899 og endurnýjaður 1908 og 1918.

Nýr viti var reistur á Dalatanga árið 1908 úr steinsteypu og voru þá ljóstæki gamla vitans flutt í nýjan vita á Brimnesi, nokkru norðar.

Veggir gamla vitans voru illa farnir og þak að falli komið, þegar ákveðið var að gera hann upp í upphaflegri mynd á níunda áratug tuttugustu aldar. Viðgerðir fóru fram árið 1985 og voru þær kostaðar af Siglingamálastofnun Íslands. Hefur vitanum verið sinnt reglulega síðan. Þjóðminjasafn Íslands kom fyrst að málum árið 2003.

Myndasafn

Í grennd

Glettingsnes
Glettingsnes er láglendur smátangi milli Kjólsvíkur og Hvalvíkur norðan hins snarbratta fjalls Glettings.  var afskekktasti bærinn í Borgarfjarðarhre…
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Vopnafjörður
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )