Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfellsstöð

Búrfellsstöð

Við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 var ákveðið að ráðast í byggingu Búrfellsstöðvar og byrjaði stöðin að vinna rafmagn árið 1969. Búrfellsstöð var stærsta aflstöð landsins þar til Fljótsdalsstöð var vígð árið 2007.

Þjórsá er virkjuð við Búrfell með frárennslisgöngum úr Bjarnalóni að stöðvarhúsinu sem stendur í Þjórsárdal. Þjórsá, sem áður rann suður fyrir Búrfell, er veitt ofan fjallsins inn í Bjarnalón og þaðan í göngum gegnum Sámsstaðamúla niður í Þjórsárdal.

Veitumannvirkið í farvegi Þjórsár er búið sérstakri ísskolunarloku. Á árum áður þjónaði ísskolunarlokan því hlutverki að fanga ís og krapa og skola honum til hliðar svo hann bærist ekki inn í Bjarnalón. Í dag er hægt að stýra rennsli árinnar betur og með tilkomu skurðar milli Sultartangastöðvar og Búrfellsstöðvar sem minnkar mikið framburð á ís og krapa, er ekki eins mikil þörf fyrir þessa loku.

Frá hverflum í stöðvarhúsi fer vatnið um sográsir út í stuttan skurð og þaðan í Fossá sem rennur í Þjórsá tveimur kílómetrum neðar.

Á árunum 1997-1999 var búnaður stöðvarinnar endurnýjaður að hluta. Við það jókst uppsett afl hennar úr 210 í 270 MW.

Stutt er inná hálendið frá Búrfellsstöð!!

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Búrfellsstöð 2
Hlutverk Búrfellsstöðvar II er að styrkja og hámarka nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, enda nýtir stöðin sama miðlunalón, mannvirki og tengingar v…
Hagaey
Á Hagaey var áður þing sýslunnar, sem dregur nafn af henni, en hún var landföst áður en kvísl úr Þjórsá sló sér austur fyrir hana. Enn þá sjást merki …
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sultartangarlón
Þjórsá og Tungnaá voru stíflaðar rétt austan Sandafells, u.þ.b. einum kílómetra norðan ármótanna, á 1982-84 og uppistöðulónið er 297 metrum ofan sjáv…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )