Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búðarháls

Búðarhálsstöð

Búðarháls er grágrýtis- og móbergshryggur á milli Þjórsár og Köldukvíslar í 600-700 m hæð yfir sjó. Lægð innarlega á hálsinum skiptir honum í Innri- og Fremri-Búðarháls. Ofan af hálsinum er geysivíðsýnt á góðum degi. Þaðan sést til sex jökla og yfir fjalllendið við Landmannaleið og Heklu. Vestantil, við Þjórsá, er hálsinn stöllóttur, sérstaklega í svokölluðum Básum.

Þar eru sagðir vera 18 stallar sundurskornir af giljum, sem eru torfær. Stóragil er stærst og þar er Manntapahella. Þar ætluðu einhverjir að hlaupa yfir helluna en runnu af henni niður í Þjórsá og drukknuðu þar. Vitaskuld er talan 18 notuð um mannslífin, sem töpuðust þar, eins og í öðrum þjóðsögum.

Talsverður gróður er í Básum eins og víðar meðfram ánni en að öðru leyti er hálsinn gróðurvana. Gamla bílaleiðin yfir Sprengisand liggur eftir Búðarhálsi norður að Sóleyjarhöfða.

Þar er eitt fárra vaða á Þjórsá. Gjarnan var farið yfir Tungnaá á kláfnum hjá Haldi inn á Búðarháls. Á þessari leið er yfir miklu fleiri kvíslar að fara en á Ölduleiðinni talsvert austar og nauðsynlegt að fara varlega í vatnavazlinu. Leiðin liggur lengra norður frá Sóleyjarhöfða um austurhluta Þjórsárvera, s.s. Eyvindarver en síðar inn á alfaraleiðina norðan og sunnan Nýjadals/Jökuldals.

Myndasafn

Í grennd

Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Veiðivötn Hrauneyjarsvæði
Veiðivötn eru meðal fegurstu svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í náttúruhamförum árið 1477, þegar gaus á Veið…
Þjórsárver
Þetta stóra gróðurlendi (u.þ.b. 150 km²) nær frá Hnífá í suðri alla leið til enda gróðursvæða vestan   Þjórsár og Eyvindar- og Þúfuver austan ár telja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )