Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðuvíkurkirkja, Vestfirðir

Kirkjan er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastdæmi. Breiðavík er bær og kirkjustaður við  vík í Rauðasandshreppi. Þar var bænhús framan af öldum en sóknarkirkjan var sett 1824. Henni var þjónað frá Sauðlauksdal, en nú frá Patreksfirði.

Kirkjan, sem nú stendur í Breiðuvík, var byggð árið 1960. Ýmsir gripir úr Breiðuvíkurkirkjum eru í minjasafninu að Hnjóti.

Myndasafn

Í grennd

Brjánslækur
Fornt höfuðból, kirkjustaður og löngum prestsetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Þar var kirkja   helguð heilögum Gregoríusi í katólskum sið. B…
Látrabjarg
Látrabjarg vestasti hluti Íslands Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er vestasti t…
Örlygshöfn, minjasafn, Hnjóti
Örlygshöfn er dalverpi með allmiklu sjávarlóni við sunnanverðan Patreksfjörð milli Hafnarfjalls að  vestan og Hafnarmúla að innan. Örlygshöfn er kenn…
Rauðasandur
Rauðisandur (eða Rauðasandur) er á milli Látrabjargs og Skorarhlíðar. Hann dregur nafn sitt af hörpudiskssandinum, sem  ljær honum rauðleita litinn. L…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )