Kirkjan er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastdæmi. Breiðavík er bær og kirkjustaður við vík í Rauðasandshreppi. Þar var bænhús framan af öldum en sóknarkirkjan var sett 1824. Henni var þjónað frá Sauðlauksdal, en nú frá Patreksfirði.
Kirkjan, sem nú stendur í Breiðuvík, var byggð árið 1960. Ýmsir gripir úr Breiðuvíkurkirkjum eru í minjasafninu að Hnjóti.