Breiðamerkurfjall (774m) er röðull út úr suðaustanverðum Öræfajökli vestan Breiðamerkurjökuls. Vestan þess er Fjallsjökull. Þessir jökulsporðar náðu sama framan fjallsins fram á 18. öld og snertust allt fram að miðri 20. öld. Sauðbeit hefur ævinlega verið góð í fjallinu.
Bærinn Fjall stóð við rætur þess á söguöld, líklega landnámsbær Þórðar Illuga Eyvindarsonar. Örnefnið Bæjarsker bendir til bæjarstæðisins og enn móaði fyrir rústum hans um aldamótin 1700. Bærinn Breiðá (seinna Breiðamörk) stóð austar. Þar var stórbýli og samkvæmt Njálssögu bjó Kári Sölmundarson síðustu ár ævi sinnar eftir sættir við Flosa á Svínafelli og hjónaband með Hildigunni, bróðurdóttur Flosa. Allt fram til 1362 var kirkja á Breiðá og eftir það hálfkirkja. Bærinn Breiðamörk fór í eyði skömmu fyrir aldamótin 1700.
Sigurður Björnsson á Kvískerjum var að leita kinda í fjallinu árið 1936, þegar snjóflóð hreif hann með sér og skorðaði hann rækilega í djúpri kvos undir jökultungunni. Hann lá þarna í bjargarlaus í sólarhring og gat tæpast hreyft legg eða lið. Hann söng hástöfum allan tímann og loks runnu leitarmenn á hljóðið og grófu hann upp heilan á húfi.