Blævardalsárvirkjun er næstminnsta vatnsvél Orkubús Vestfjarða sem nú er í rekstri. Virkjunin er hlekkur í rafmagnsframleiðslu í Ísafjarðardjúpi og tengd raforkulínum þar.
Blævadalsárvirkjun var endurbyggð árin 2004 og 2005 í kjölfar bilunar í höfuðloka í byrjun árs 2004, en þá eyðilagðist mikið m.a. rafallinn.
Ný 235 kW vél var sett ásamt stjórnbúnaði fjá Volk Wasserkraft í Þýskalandi. Þetta er sami framleiðandi og í Reiðhjallavirkjun. Vélin er útbúin fyrir samkeyrslu fyrir einangrað net (tíðnistýringu) og vatnshæðarstýringu. Stöðin er fjarstýranleg frá Hólmavík.
UPPLÝSINGAR AF VEFSETRI O.V.
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: