Bjarnarfjarðará er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Áin er fremur stutt, en til hennar falla ár miklu lengra komnar, Sunnudalsá og Goðdalsá, sem eru nokkuð langt að komnar miðað við ár á Vestfjarðakjálkanum.
Eftir að þessar ár hafa sameinast bera þær nafnið Bjarnarfjarðará. Vel er gróið meðfram ánni og gott að komast að veiðistöðum. Í ánni er sjóbleikja og veiðin oft ágæt. Einnig verður stundum vart við lax, en þá helst við eða í Goðdalsá. Veiðistaðir eru margir og hafa verið leyfðar 4 stangir á dag. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 300 km og u.þ.b. 30 km frá Hólmavík.