Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merki sitt á staðinn og má sjá þar mörg hús frá 19. öld, sem tengdust verslun og fiskvinnslu, og er hvorttveggja stundað þar enn í dag. Ýmis afþreying stendur til boða, t.d. golf o.fl. Þar er eitt af elztu húsum landsins, pakkhús frá því fyrir miðja 18. öld.
Útgerð og fiskvinnsla er hér sem annarsstaður á Vestfjörðum helzti atvinnuvegurinn, en þjónusta við ferðamenn eykst og stendur nú margt til boða og má þar telja meðal margs annars, ökuferð upp á Sandafell til að njóta stórfenglegs útsýnis. Dalir skera þar tilkomumikil fjöll og helstan má nefna Haukadal en við hann er Kaldbakur hæsta fjall Vestfjarða.Vegalengdin frá Reykjavík er um 400 km.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Grundarfjörð, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.