Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bíldudalur

Bíldudalur

Ferðavísir:
Tálknafjörður 18 km <Bíldudalur> Þingeyri 96 km.

Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merki sitt á staðinn og má sjá þar mörg hús frá 19. öld, sem tengdust verslun og fiskvinnslu, og er hvorttveggja stundað þar enn í dag. Ýmis afþreying stendur til boða, t.d. golf o.fl. Þar er eitt af elztu húsum landsins, pakkhús frá því fyrir miðja 18. öld.

Útgerð og fiskvinnsla er hér sem annarsstaður á Vestfjörðum helzti atvinnuvegurinn, en þjónusta við ferðamenn eykst og stendur nú margt til boða og má þar telja meðal margs annars, ökuferð upp á Sandafell til að njóta stórfenglegs útsýnis. Dalir skera þar tilkomumikil fjöll og helstan má nefna Haukadal en við hann er Kaldbakur hæsta fjall Vestfjarða.Vegalengdin frá Reykjavík er um 400 km.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Grundarfjörð, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.

Myndasafn

Í grennd

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert…
Golfklúbbur Bíldudals
Litlueyrarvöllur Bíldudalur Sími: 456- 9 holur, par 34. kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bí…
Hrafnseyri
Bær og kirkjustaður og fyrrum prestsetur í Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Bærinn stendur allhátt í hvammi, svo að útsýni er þaðan lítil, n…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Selárdalskirkja, Selárdalur
Selárdalskirkja er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Selárdalur er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur yzt í Ketildölum við vest…
Selárdalskirkjan hans Samúels
Selárdalskirkjan hans Samúels er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi Samúel Jónsson (1884-1969) átti lengi heima að Brautarholti í Sel…
Selárdalur
Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Í dalnum er bær sem heitir líka Selárdalur og var eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Selárdalsprest…
Tálknafjörður
Tálknafjörður er lítið kauptún, sem fyrrum var nefnt Sveinseyri eða Tunguþorp, þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið stunduð af miklum kraf…
Tjaldstæðið Bíldudalur
Á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merki sitt á staðinn og má sjá þar mörg hús frá 19. öld, sem tengdust verslun og fiskvinnslu, og er hvor…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )