Baula (934 m), prýði Borgarfjarðar, er keilumyndaður bergeitill úr súru bergi (laccolith; grunnt innskot)
vestan Norðurárdals á sýslumörkum Dala- og Mýrarsýslu. Hreinir hraungúlar eru ekki til á Íslandi. Líklega eru Hlíðarfjall, Hágöngur o.fl. af sama toga og flest orðin til undir jökli.
Baula er brött uppgöngu, gróðurlaus og skriðurunnin. Rýólítkvika er oftast mjög seigfljótandi, þannig að hún hrúgast upp í troðgosum og myndar keilulaga gúla. Útsýni af tindinum er geysivítt. Skildingafell og Litla-Baula eru vestan og norðan Baulu umhverfis Sátudal.
Þaðan rennur Dýrastaðaá í gljúfrum og fossaföllum niður í Norðurá hjá Hóli og Hafþórsstöðum.
Þjóðsagan segir frá tjörn uppi á Baulutindi. Þar á að vera óskasteinn, sem flýtur upp einu sinni á ári. Baula var fyrst klifin árið 1851 (Halldór Bjarnason frá Litlu-Gröf), og þótti það talsvert afrek.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: