Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Barðsvík

Tófa Hornströndum

Barðsvík er á milli Smiðjuvíkur og Bolungarvíkur. Áin Barðsvíkurós kvíslast á sandinum neðan Naustahlíða og votlendi er allmikið. Fjallið milli Barðsvíkur og Smiðjuvíkur heitir Barð séð að norðanverðu en Straumsnes að sunnanverðu og Svartikambur er hamrabelti í því. Skarðsfjall liggur í átt til Bolungarvíkur. Göngumannaskarð (366m) liggur um það. Rústir bæjarins Barðsvíkur eru hálfan annan kílómetra frá sjó og neyðarskýli Slysavarnarfélagsins er nær sjó í krikanum við Sandshorn.

Gönguleiðir:

Almannaleið til Barðsvíkur var um Göngumannaskörð og þá leið förum við. Fyrsti hluti leiðarinnar er erfiður, brött og grösug brekka upp á Bæjarhjalla ofan Bolungavíkursels. Þegar Þorvaldur Thoroddsen var hér á ferð 1884 var snjóföl á og efst í þessari brekku missti einn hesta hans fótanna og þeyttist niður hlíðina; gjarðir og koffort hoppuðu niður undir jafnsléttu. Hesturinn var að mestu óskaddaður. Hann stöðvaðist hálfur á kafi í dýi við brekkurætur.
Barðsvík er líkt og Bolungavík, sléttlend, en öllu votlendari. Barðsvíkurós rennur um miðjan dalinn niður að sandinum fyrir víkurbotni. Þar beygir hann og fellur til sjávar við fjallsrætur að norðanverðu. Ekki skyldi vaða hann við sjó og helzt ekki neðar en ofan við eyraroddann, þar sem ósinn klofnar í tvær kvíslar um lítinn grashólma. Við förum hins vegar yfir ósinn á móts við bæjartóttirnar á svonefndu Kúavaði og þar reynist dýptin mest vera í hné. En beggja vegna óssins er mýrlendi, sem sandur hefu fokið í og er miður geðslegt að ösla þar. Bezt er því að vera annað hvort vel stígvélaður eða berfættur.

Vel má sjá þess merki við Barðsvíkurós að lengi hefur rekið þangað við og einnig sandur fokið, því við Kúavað má sjá mikla rekadrumba í bökkum óssins sem eru allt að l½ m háir. En uppi við bæjarrústir er betri jarðvegur og fastari og við tjöldum þar og höfum næturstað hér í Barðsvík.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir á Íslandi
Gönguleiðir NorðurlandiGönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna og jafnframt b…
Gönguleiðir Ferðast og Fræðast, á Vestfjörðum
Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna og jafnframt bent á fjölda bóka og bæ…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Smiðjuvík
Smiðjuvík er milli Smiðjuvíkurbjarga að norðvestan og Barðs að suðaustan. Nafn hennar er dregið af sögnum um smiðju Barða landnámsmanns í Barðsvík. Up…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )