Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baðstofuhellir – Bæjarhellir

Reynistangar

Sandsteinshöfðinn Hellnaskagi er hluti syðsta býlis landsins, Garða. Hann gengur vestur í Dyrhólaós og   uppi á honum eru rústir bæjarins Hella, sem fór í eyði 1909. Auk Baðstofuhellis eru bæði manngerðir og náttúrulegir hellar í höfðanum, s.s. Grænkelluhellir, Hrossatröð og Heyhellir, sem er fallinn.

Baðstofuhellir er kunnur fyrir vetrarpartsdvöl Jóns Steingrímssonar þar árið 1755. Bóndinn úthlutaði honum vist í hellinum, sem var þá líklega tengdur bænum um göng hægra megin dyra. Jón stækkaði hellinn og bjó þar með bróður sínum í bezta yfirlæti. Á meðan á dvölinni stóð var Jón að læra þýzku, sem kveikti í honum áhuga á eldgosum og sögu þeirra. Þegar bræðurnir voru að koma sér fyrir í hellinum, hófst mikið Kötlugos. Jón Sigurðsson, sýslumaður, skrifaði skýrslu um gosið, sem Jón Steingrímsson byggði mun gleggri greinargerð á. Hið síðara eldrit í kjölfar Skaftárelda 1783-84 var þó mun greinarbetra og verður vafalaust handagagn jarðvísindamanna á meðan jörðin byggist.

Baðstofuhellir er u.þ.b. 6 m langur, tæplega 3 m breiður og 2 m á hæð. Bogadregna skotið innst í honum er líklega verk Jóns. Hleðsla er fyrir munna hellisins og viðarþil með dyrum og gluggum. Síðast var hellirinn nýttur sem fjárhús.

Heimild: Byggt á minningum Eyjólfs Guðmundssonar (Minningar úr Mýrdal, bls. 64).
Mynd: Reynisdrangar

Myndasafn

Í grennd

Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í   tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var …
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Reynishverfi
Garðar í Reynishverfi er syðsta býli á íslandi. Vestan þess er eyðibýðið Hellur, þar sem eru nokkrir hellar   í móbergsklöppunum. Einn þeirra er Baðst…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Tjaldstæðið Vík Mýrdal
Tjaldstæðið Vík Mýrdal: Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjald svæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem raf…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )