Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnardalur

Arnardalur er 25 km sunnan Möðrudals. Austan slétts dalbotnsins er Dyngjuháls og Arnardalsfjöll að vestan. Arnardalsá fellur um dalinn og myndar mýrlendi og skilyrði fyrir talsverðar gróður. Til hennar rennur talsvert vatn úr lindum í Dyngjuhálsi og Þríhyrningsá úr Þríhyrningsvatni. Allt þetta vatn skilar sér til Jökulsár á Fjöllum og skammt ofan ármótanna er foss í Arnardalsá. Mannvistarleifar finnast við Dyngju og talsvert af beinum kinda, hrossa, álfta og gæsa.

Einnig fundust netasökkur úr beini og viðarkol, líklega úr öskuhaugi íbúanna. Þarna var líka sæluhúskofi, sem var grafinn inn í sandbakka. Sagt er, að Þorsteinn jökull frá Brú hafi dvalizt þar í eitt ár og tvö ár í Netseli við Ánavatn í síðari plágunni, seint á 15. öld. Vegur frá gamla þjóðveginum í Möðrudal liggur að þessum slóðum á leiðinni inn í Kverkfjöll (100 km).

 

Myndasafn

Í grennd

Jökuldalur
Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn  víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byg…
Möðrudalur
Möðrudalur stendur bæja hæst (469m) og lengst inni í óbyggðum. Jörðin er meðal hinna landmestu og   getur fé gengið þar sjálfala. Þjóðvegurinn var flu…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )