Syðstur Austfjarða, sjávarlón eða fjörður, er stöðugt grynnkar og minnkar vegna framburðar ánna Hofsár og Geithellnaár. Fyrir fjarðarmynnið gengur sandrif, Starmýrartangi, er hann ekki breiðari en svo að stórbrim ganga yfir hann. Álftafjörður er allmikill um sig en grunnur og þorna stór svæði af honum um fjöru, en hann er með útrennsli um Melrakkanesós. Nokkrar eyjar eru á firðinum. Brimilsnes og Lynghólmi heyra undir kirkjustaðinn Hof. Þar er varp og beit. Nesbjörg heyra til Hærukollsness en Skeljateigur Geithellna.
Inn af Álftafirði gengur samnefnd sveit. Er undirlendi þar víða mikið og fjallafegurð rómuð. Í fjöllunum inn af Álftafirði eru mjög þykk lög af flikrubergi.
Fyrstu vorfuglar sem koma til landsins sjást oft við Álftafjörð
Álftafjordur er líka á Vesturlandi og
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: