Akureyrarkirkja var vígð 1940. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði hana. Yfir miðju altarinu er steindur gluggi úr enskri kirkju í Coverntry, sem var jöfnuð við jörðu í síðari heimsstyrjöldinni. Lágmyndir framan á svölum kirkjuskipsins eru eftir Ásmund Sveinsson og skírnarfonturinn er eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.
Ljósakross og predikunarstóll kirkjunnar eru skreytt íslensku silfurbergi.
Lágmyndir á sönglofti kirkjunnar eru gerðar af Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og sýna atburði úr lífi Jesú: Fæðing, Jesú tólf ára í musterinu, Fjallræðan, Jesú blessar börnin, Jesú læknar sjúka, Jesú lífgar dáinn og Jesú eftir krossfestinguna.