Akrafjall (643 m) er milli Hvalfjarðar og Leirárvogar austan Akraness. Fjallið er mjög áberandi frá Reykjavík og er klofið til vesturs líkt og Hafnarfjall og Esja. Það var umflotið sjó á jökulskeiðum. Gróðurteygingar eru vítt og breitt um fjallið og svartbakurinn á varpstöðvar þar. Enn þá fer margt fólk á hverju sumri til að safna eggjum í Akrafjalli. Fýl hefur fjölgað í fjallinu síðan 1940.
Norðvestan miðju fjallsins er víða að finna fallegt blágrýtisstuðlaberg.
Ein af mörgum skondnum sögum um Arnes Pálsson, útileguþjóf, gerist á Akrafjalli. Vitað var af veru hans þar um skamma hríð sumarið 1756. Hópur manna fór að leita hans og hann sá þann kost beztan að blanda sér í hóp leitamanna. Eftir árangurslausa leit daglangt fóru menn til sins heima og áttuðu sig þá fyrst á brellunni, en þá var Arnes á bak og burt.
Norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár.
Frægasti útlegumaður hér á landi, fyrir utan Fjalla-Eyvind, var Arnes Pálsson.