Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftafjörður Austurlandi

Álftafjörður austurland

Syðstur Austfjarða, sjávarlón eða fjörður, er stöðugt grynnkar og minnkar vegna framburðar ánna Hofsár og Geithellnaár. Fyrir fjarðarmynnið gengur sandrif, Starmýrartangi, er hann ekki breiðari en svo að stórbrim ganga yfir hann. Álftafjörður er allmikill um sig en grunnur og þorna stór svæði af honum um fjöru, en hann er með útrennsli um Melrakkanesós. Nokkrar eyjar eru á firðinum. Brimilsnes og Lynghólmi heyra undir kirkjustaðinn Hof. Þar er varp og beit. Nesbjörg heyra til Hærukollsness en Skeljateigur Geithellna.

Inn af Álftafirði gengur samnefnd sveit. Er undirlendi þar víða mikið og fjallafegurð rómuð. Í fjöllunum inn af Álftafirði eru mjög þykk lög af flikrubergi.
Fyrstu vorfuglar sem koma til landsins sjást oft við Álftafjörð

Álftafjordur er líka á Vesturlandi og Vestfjörðum

Myndasafn

Í grennd

Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…
Geithellnadalur
Geithellnar eða Geithellar eru fornt höfuðból. Talið er, að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og  Hróðmarsson hafi haft þar vetursetu í   fyrri ferð …
Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )