Selfoss 26 km, Sólheimar> Laugarvatn 19 km, Skálholt 21 km.
Segja má, að eina alvöruþéttbýli Grímsness sé að Sólheimum. Þar býr u.þ.b. þriðjungur íbúa sveitarfélagsins. Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki og fjögur verkstæði. Þar hófst fyrst lífræn ræktun á Norðurlöndum. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir (1902-1974) stofnaði Sólheima 5. júlí 1930 sem barnaheimili og síðar jafnframt miðstöð þjónustu við fatlaða. Sesselja var ekki einungis brautryðjandi í málefnum fatlaðra á Íslandi, heldur í öllum heiminum með stefnu sinni um blöndun (samskipan) fatlaðra og ófatlaðra.
Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt utan stofnana og vistheimila og fatlaðir og ófatlaðir búa saman og deila kjörum. Í apríl 1997 voru Sólheimar útnefndir fyrsta sjálfbæra byggðahverfið á Ísland af alþjóðasamtökunum „Global Eco-village Network”.
Á Sólheimum er m.a. verzlunin Vala og listhús, skógræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, Kertagerð Sólheima, hljóðfærasmiðja, leikfangasmiðja, vefstofa, listasmiðja og gistiheimilið Brekkukot, sem er opið allt árið, auk Sólheimabúsins. Á staðnum er m.a. sundlaug og íþróttaleikhús.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: