Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall (551m) í Ölfusi er hlíðabratt móbergsfjall með hraunlögum og að mestu hömrum girt. Það var   sjávarhöfði í lok ísaldar, þegar sjávarstaða var sem hæst. Grafningsháls tengið það fjöllunum í Grafningi. Aldur þess er rakinn til miðrar ísaldarinnar. Norðan þjóðvegarins skagar Silfurberg, gráleit öxl út úr fjallinu, með skólesítúrfellingum og sunnan vegar er Kögunarhóll.

Nafngjafi fjallsins var landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Sagan segir, að hann opnist eina nótt sumar hvert og þá sé hægt að komast að dýrgripunum, sem voru grafnir með honum. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið, er hann var á vesturleið í leit að öndvegissúlunum. Þar stóð síðar stórbýlið Fjall, sem fór í eyði á 18. öld. Minjar fyrri byggðar þar eru friðlýstar.

Myndasafn

Í grennd

Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Ölfus
Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið…
Selfoss, Ferðast og Fræðast
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls, fór að   byggjast árið 1891, þegar hengibrú var lögð…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )