Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfvöllurinn á Þórisstöðum

301 Akranes
Sími: 433
4 km frá Ferstiklu.
9 holur, par 35

Ferðaþjónustan á Þórisstöðum hefur rekið golfvöllinn um árabil. 9 holur nú fullgerðar og liggja þær í einkar fjölbreyttu landslagi. Fjöldi afþreyinga, veiði og gönguleiðir eru í næsta nágreni og gott tjaldstæði er við Þórisstaði.

Þegar ekið er frá Reykjavík er hinn fagri Hvalfjörður sem gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta dýpi er utan Kiðafells í Kjós, 84 m. Innarlega kvíslast hann í Laxárvog, Brynjudalsvog og Botnsvog, sem eru grunnir og þar koma upp leirur á útfallinu. Innantil við fjörðinn eru fremur sæbrött fjöll, en undirlendi er talsvert við hann utanverðan. Innanvert ber mest á Múlafjalli, Hvalfelli, Botnsúlum og Þyrli.
Það er um 20 km. styttra að fara um Hvalfjarðargöng að Þórisstöðum frá Reykjavík.

Myndasafn

Í grennd

Akranes
Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og …
Eyrarvatn – Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn
Eyrarvatn - Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn Öll þessi stöðuvötn liggja í röð í Svínadalnum við leiðina norður frá Ferstiklu og Saurbæ í Hvalfirði um …
Ferstikla
Ferstikla á Hvalfjarðarströnd var í upphafi bústaður landnámsmannsins Kolgríms hins gamla frá Þrándheimi. Tengdafaðir hans, Hróðgeir spaki, bjó að Sau…
Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )