301 Akranes
Sími: 433
4 km frá Ferstiklu.
9 holur, par 35
Ferðaþjónustan á Þórisstöðum hefur rekið golfvöllinn um árabil. 9 holur nú fullgerðar og liggja þær í einkar fjölbreyttu landslagi. Fjöldi afþreyinga, veiði og gönguleiðir eru í næsta nágreni og gott tjaldstæði er við Þórisstaði.
Þegar ekið er frá Reykjavík er hinn fagri Hvalfjörður sem gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta dýpi er utan Kiðafells í Kjós, 84 m. Innarlega kvíslast hann í Laxárvog, Brynjudalsvog og Botnsvog, sem eru grunnir og þar koma upp leirur á útfallinu. Innantil við fjörðinn eru fremur sæbrött fjöll, en undirlendi er talsvert við hann utanverðan. Innanvert ber mest á Múlafjalli, Hvalfelli, Botnsúlum og Þyrli.
Það er um 20 km. styttra að fara um Hvalfjarðargöng að Þórisstöðum frá Reykjavík.