Móbergsfjall (379 m.y.s) á Reykjanesskaga. Keilir myndaðist við gos undir jökli á ísöld. Hann er þekktur vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar sinnar vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju, sem ver það gegn veðrun. Útsýni er mikið af Keili yfir Reykjanesskagann og víðar á góðum degi.