Hvammsvík er jörð í Kjósarhreppi. Hvammur er landnámsjörð samkvæmt Landnámabók en Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Breski og bandaríski herinn höfðu aðstöðu á jörðinni í síðari heimstyrjöldinni og byggðu þar töluvert magn mannvirkja, svo sem bragga, höfn, skotfærageymslur, vöruskemmur, aðstöðu til íþróttaiðkunar og ýmislegt fleira. Á jörðinni eru um 80 fornminjar á fornminjaskrá almenning. Þar var níu holu golfvöllur, lítil tjörn sem hægt var að veiða í, aðstaða til kajaksiglingar, kræklinur í fjörunni og mikið fuglalíf, ásamt tjaldstæði, fullbúinni grillaðstöðu. Orkuveitan Reykjavíkur seldi jörðina til Skúla Mogensen athafnamanns fyrir 230 milljónir króna.
Í Hvammsvík er gamla náttúrulaugin í fjöruborðinu í Hvammsvík hefur verið vinsæl á meðal ferðamanna, sjósundsfólks og göngugarpa í tugi ára. Með opnum sjóðbaðanna hefur laugunum fjölgað og eru nú átta talsins með mismunandi hitastigi.
Í Hvammsvíkinni. Það eru forréttindi að geta gengið hér upp um fjöll og firði í bakgarði Reykjavíkur og enda svo í heitum sjóböðum og jafnvel stungið sér í kaldan sjóinn.
Sjóböðin í Hvammsvík þarf að bóka fyrirfram.