Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rauðasandur

Sjöundá

Rauðisandur (eða Rauðasandur) er á milli Látrabjargs og Skorarhlíðar. Hann dregur nafn sitt af hörpudiskssandinum, sem  ljær honum rauðleita litinn. Líkar sandfjörur er óvíða að finna annars staðar en á Vesturlandi norðanverðu og Vestfjörðum. Ofan sandsins er hlýleg og grösug sveit á móti sól. Þar er víða fugl í standbjörgunum að baki sveitarinnar, sem voru sjávarhamrar í lok ísaldar. Innarlega í sveitinni er skógarkjall og dýralífið er nokkuð fjölbreytt, s.s. makráðir selir á sandinum. Úgerð var stunduð frá Rauðasandi fyrrum, hákarlaveiðar o.fl. Grjóthóllinn Skaufhóll er vestan bæjarins Lambavatns í jaðri graslendisins. Af honum er ágætisútsýni til Látrabjargs. Ofarlega í honum er stakur klettur, sem kallast „Karlinn á Skaufhóli”.

Bæjarvaðall er stórt sjárvarlón austast á sandinum. Vestan þess var talsvert þéttbýli fyrrum og þekktasti bærinn var Saurbær (Bær).

Þar var höfuðból Guðmundar ríka Arasonar skömmu eftir 1400. Björn ríki Þorleifsson Vatnsfirðingur sló eign sinni á Saurbæ, þegar Guðmundur glataði eigum sínum. Bær var sýslumannssetur V.-Barðastrandarsýslu á 16. og 17. öld. Kirkja hefur staðið í Saurbæ lengi. Gamla kirkjan þar fauk og sú, sem nú stendur var flutt frá Reykhólum í kjölfarið. Eyðibýlið Sjöundá, neðan Sjöundárdals við Sjöundá, á vofeiflega sögu. Þar voru framin tvö morð á fyrri fyrri hluta 19. aldar, sem urðu víðfræg í skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl.

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Látrabjarg
Látrabjarg vestasti hluti Íslands Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er vestasti t…
Sjöundá, Rauðasandi
Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi í heldu ókræsilegu umhverfi. Árið 1802 var þar tvíbýli og Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir m…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )